Partner Agreement
1. Þjónusta
Markmið samningsaðila með verkefninu er að auka þjónustu Booking Factory við núverandi viðskiptavin. Aukna þjónustan felur í sér og er takmörkuð við eftirfarandi;
Tekjustýring
Starfsfólk Booking Factory setur upp ferla og kerfi í tekjustýringu fyrir viðskiptavininn með það að markmiði að auka meðalverð og nýtingu viðskiptavinarins. Tekjustýringin felur í sér náið samstarf Booking Factory þar sem að tillögur að áætlunum í verðlagningu eru lagaðar fyrir viðskiptavininn til samþykktar og fylgt eftir af sérfræðingum Booking Factory.
Rásastýring
Starfsfólk Booking Factory sinnir samskiptum við og viðheldur viðskiptavininum á hinum ýmsu sölurásum viðskiptavinarins á borð við Booking.com og Expedia með það aðmarkmiði að tryggja sem bestu starfshætti á hverri sölurás fyrir sig. Þjónustan felur ekki í sér bein samskipti við gesti gististaðarins.
Innheimta / Treasury
Afbókanir, afslættir, greiðsluvillur og endurgreiðslur eru þættir í rekstri sem taka mikinn tíma frá daglegum rekstri. Í þessum þjónustulið sér starfsfólk Booking Factory um að halda reiður á öllu innheimtuferli fyrir hönd rekstraraðila.
Gestasamskipti
Við sjáum um öll almenn gestasamskipti í gegnum síma, tölvupóst og sölurásirnar allan sólahring og allt árið. Við lítum á hvert samtal við gesti sem tækifæri í upplýsingagjöf og sölu. Okkar teymi sérhæfir sig einnig í að svara umsögnum á jákvæðan og góðan máta.
Bókunarskrifstofa
Okkar teymi sérhæfir sig í samskiptum við ferðaskrifstofur þar sem bókunarferlið er gert auðvelt og eins sjálfvirkt og kostur er á. Okkar teymi sér um verðlista, tilboðsgerðir, ný viðskiptasambönd og bestun á bókunarferli fyrir einstaklinga og hópa
2. Áskriftargjald
Þjónustan tekur gildi samhliða þess að samningur þessi er undirritaður. Greiddur er einn mánuður í einu og er reikningur fyrir líðandi mánuð gefinn út 7 dögum eftir mánaðamót. Gjaldið sem tekið er fyrir þjónustuna fer eftir umfangi þjónustu hverju sinni og kemur fram í samningi á milli þjónustu og rekstraraðila. Booking Factory hefur aðgang að tekjuupplýsingum viðskiptavinarins úr bókunarkerfi Booking Factory og er stuðst við rauntölur úr því kerfi við útreikning mánaðargjalds hverju sinni. Gjaldið er að lágmarki 149.000 kr.
3. Gildistími og uppsögn
Samningur þessi tekur gildi við undirritun ogskal hann gilda í 12 mánuði. Sé samkomulaginu ekki sagt upp þremur mánuðum fyrir lok gildistíma þess skal það endurnýjast sjálfkrafa og tekur þá gildi 3 mánaða uppsagnarfrestur. Uppsögn skal miðast við mánaðarmót. Booking Factory áskilur sér rétt til að riftasamkomulagi þessu í tilviki vanefnda viðskiptavinarins á samningsskyldum sínum verði viðskiptavinurinn ekki við áskorun Booking Factory um að bæta úr vanefnd innan 10 daga frá móttöku slíkrar áskorunar. Hætti Booking Factory að bjóða þá þjónustu semfelst í þessari auknu þjónustu skal Booking Factory jafnframt hafa heimild tilað rifta samkomulagi þessu.
4. Trúnaðarskylda
Aðilar samkomulagsins skulu virða sem trúnaðarmál allar upplýsingar sem þeir kunna að öðlast á grundvelli samkomulags þessa. Þetta á m.a. við um hugbúnaðarkerfi aðila, viðskiptamenn, viðskiptasambönd, rekstur, fjármál og viðskiptahætti, enda séu upplýsingarnar ekki almennt þekktar eða hafi verið gerðar opinberar. Á grundvelli samkomulags þessa samþykkir viðskiptavinurinnað Booking Factory sé heimilt, s.s. í kynningarefni, að upplýsa um samstarfaðilanna á grundvelli þessa samkomulags og nota vörumerki viðskiptavinarins í þeim efnum.
5. Annað
Um samkomulag þetta gilda íslensk lög. Komi upp ágreiningur er lýtur að samkomulagi þessu skulu aðilar bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur. Viðskiptavininum skal óheimilt að framselja réttindi sín og skyldur, hvort sem er í heild eða hluta, til þriðja aðila. Að öðru leyti en kveðið er á um í samkomulagi þessu skulu almennir skilmálar Booking Factory, sem aðgengilegir eru á vefsíðu þess, gilda um samningssamband aðila.